Maður úr Búðardal hringir í Tvíhöfða

0
4073

Síðastliðið sumar og haust hafa þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson verið með þátt sinn Tvíhöfða á Rás 2 á laugardögum. Í einum af síðustu þáttum þeirra félaga þetta haustið hringdi maður inn sem sagðist búa í Búðardal og lýsti hann fyrir þáttastjórnanda lífinu í Búðardal og því sem þar var í gangi á þeim tíma.

Það þarf vart að taka það fram að hér var á ferðinni leikþáttur milli þeirra félaga. Hér fyrir neðan má hlusta á það þegar umræddur íbúi í Búðardal hringir inn í þáttinn.

Þætti þeirra félaga má finna á hlaðvarpi RÚV.