Sif Svavarsdóttir snappar

0
1811
Af facebook síðu Sifjar

Í einn dag fáum við að kynnast og fylgjast með Sif Svavarsdóttur frá Hrappsstöðum í Laxárdal. Sif bjó fyrstu fjögur ár ævi sinnar á Hrappstöðum en fluttist síðan með fjölskyldu sinni í Kópavoginn.

Foreldrar Sifjar eru Alvilda Þóra Elísdóttir og Svavar Jensson. Sif stundar í dag nám í lýðháskóla í Jyderup í Danmörku. Það verður fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með Sif einn dag í hennar námi í Danmörku og vonandi fáum við hana aftur til okkar á snappið síðar.

Þess má geta að þetta eru aðrar Dalasysturnar sem koma á Dalamannasnappið en Sif er einmitt systir Fjólu Borgar Svavarsdóttur sem var með snappið nú fyrir skemmstu.