Katrín Lilja snappar

0
1696
Ljósmynd af facebook síðu Katrínar Lilju

Katrín Lilja Ólafsdóttir ætlar að snappa fyrir okkur næstu daga og lofa okkur að fyljgast með hvað er að gerast í hennar lífi. Katrín Lilja er gift Dalamanninum Ingvari Bæringssyni frá Þorbergsstöðum en saman búa þau á efri hæðinni fyrir ofan verslunina Kjörbúðin við Vesturbraut í Búðardal.

Íbúð þeirra hjóna var áður skrifstofa KHV Kaupfélags Hvammsfjarðar. Katrín Lilja starfar sem matráður hjá sveitarfélaginu og sér um að elda fyrir leik og grunnskólann í Búðardal.

Við þökkum Katrínu fyrir að taka að sér snappið og lofa okkur að fylgjast með því sem er að gerast í hennar lífi.