Anna Margrét snappar

0
2254
Ljósmynd af facebook síðu Önnu Margrétar

Dalasnapparinn næstu þrjá dagana verður Anna Margrét Tómasdóttir rekstraraðili Ungmenna og tómstundabúðanna á Laugum í Sælingsdal.

Eiginmaður Önnu Margrétar kemur frá Danmörku og heitir Jörgen. Anna Margrét hefur alið manninn í Dölum frá árinu 2005 og rekið Ungmenna og tómstundabúðirnar síðan þá ásamt Jörgen en þau eru einmitt að taka á móti hóp ungmenna í dag og verður gaman að fá að fylgjast með því sem fram fer á Laugum.

Við þökkum Önnu fyrir að taka að sér að snappa og lofa okkur að fylgjast með því sem fram fer hjá Ungmenna og tómstundabúðunum.

Heimasíða Ungmenna og tómstundabúða Ungmennafélags Íslands er: www.ungmennabudir.is

Við minnum á Snapchat reikninginn okkar sem er: dalamenn