Ásmundur Einar verður félagsmálaráðherra

0
1885
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hafa Vinstri hreyfingin grænt framboð, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag hefur svo stjórnarsáttmáli þessarar flokka verið undirritaður og ráðherrastólarnir verið opinberaðir.

Þar liggur fyrir að Dalamaðurinn Ásmundur Einar Daðason mun setjast í stól félags og jafnréttismálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en Ásmundur Einar er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ásmundur bjó fyrir nokkrum árum í Dölum en er nú skráður til heimilis í Borgarnesi.

Við hjá Búðardalur.is óskum Ásmundi Einari innilega til hamingju með nýtt og krefjandi starf sem félags og jafnréttismálaráðherra og óskum honum velfarnaðar.

Nánar um ráðherrakapal nýrrar ríkisstjórnar Íslands má lesa hér á mbl.is

Árið 2013 tókum við viðtal við Ásmund Einar sem má finna í spilaranum hér fyrir neðan.