Gleðileg jól og farsælt komandi ár

0
1424

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar og farsældar á nýju ári langar okkur að senda sérstakar jólakveðjur til þeirra sem voru til svo mikillar fyrirmyndar að taka að sér Dalamannasnappið á árinu. Þessi snapchat hugmynd hefur vægast sagt mælst vel fyrir og hlökkum við til að fylgjast með Dalasnöppurum á árinu 2018.

Dalamenn eru þeir fyrstu sem stofnuðu Snapchat reikning fyrir ákveðið landssvæði eða einstaklinga sem telja sig tilheyra ákveðnum stað og eftir þessu hefur verið tekið víða. Við hvetjum Dalamenn til að vera duglega á komandi ári við að taka að sér Dalamannasnappið og búa þannig til skemmtilegan vettvang þar sem hægt er að fylgjast með því sem Dalamenn eru að fást við í dag. Hægt er að kynna sér á Búðardalur.is þá aðila sem tekið hafa að sér snappið hingað til.

Síðustu jól höfum við látið fylgja með jólakveðju okkar hér jólalag úr Dölunum og engin breyting verður á því í ár. Jólalag þetta sem um ræðir heitir Velkomin jól og er samið af Þorgeiri Ástvaldssyni, textinn er eftir Helgu Þorgilsdóttur skólafrömuðar og fyrrverandi skólastjóra Melaskólans. Ólafur Gaukur Þórhallsson hljómlistarmaður og kennari útsetti lagið að beiðni lagahöfundar. Þess má geta að Þórhallur faðir Ólafs fæddist einmitt í Knarrarhöfn í Dölum.