Ávarp forseta Íslands til Dalamanna

0
1947

Í lok heimsóknar forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar í Dalabyggð dagana 6. og 7.desember síðastliðinn hélt Guðni ávarp í Dalabúð þar sem hann þakkaði fyrir sig og þá gestristni sem Dalamenn sýndu honum og Elizu Reid eiginkonu hans.

Guðni fór í ræðu sinni yfir þá staði sem þau hjónin heimsóttu og hélt Guðni bæði hvetjandi og skemmtilegt ávarp til Dalamanna sem horfa má á í spilaranum hér fyrir neðan. Það er vel við hæfi nú á fyrsta degi ársins 2018 að birta ávarp forseta Íslands til Dalamanna hér.

Búðardalur.is óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir heimsóknirnar á Búðardalur.is á árinu sem er að líða.