Myndbandið sýnir 2 ára hrafn sem Rebecca tók í sína vörslu frá Þorgrími bónda á Rjómabúinu Erpsstöðum sem margir þekkja. Hrafninn hafði lent í slysi þegar hann var ungi og hefur ekki getað flogið síðan og Þorgrímur og fjölskylda höfðu ekki nægan tíma til að sinna honum og því höfðu þau samband við Rebeccu í Hólum sem er orðin fræg fyrir dýragarðinn sinn og tók hún hrafninn að sér.
Rebecca segist hafa farið út með honum þegar veður hafi verið gott og setið hjá honum á meðan og segir hún að þau krummi séu bestu vinir en eins og heyra má þegar líður á myndbandið þá fer krummi að kalla „mamma“ til Rebeccu og hún svarar á móti. Síðan virðist vera eins og krummi sé að segja „heyrðu“ eða eitthvað álíka.
Krummi fer hægt af stað í myndbandinu en þegar liðnar eru 3 mínútur af myndbandinu byrjar krummi að tala.
Sjón og heyrn er sögu ríkari af þessum frábæra talandi krumma í Hólum.