Sveitarstjórnarkosningar í Dalabyggð 2018

0
1814

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram síðastliðinn laugardag 26.maí. Engir listar voru í boði í Dalabyggð og því var persónukjör þriðja kjörtímabilið í röð.

Lokatölur bárust frá kjörstjórn í Dalabyggð laust fyrir klukkan 02:00 á kosninganótt. Á kjörskrá í Dalabyggð voru 495 manns en talin atkvæði voru 382 og kjörsókn því 77,17%.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn voru þessir:

Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði = 229 atkvæði (Hlutfall 61,23%)
Ragnheiður Pálsdóttir bóndi í Hvítadal 2 = 191 atkvæði (Hlutfall 51,07%)
Skúli Hreinn Guðbjörnsson bóndi í Miðskógi = 177 atkvæði (47,33%)
Sigríður Huld Skúladóttir bóndi Steintúni = 176 atkvæði (Hlutfall 47,06%)
Einar Jón Geirsson íþróttakennari í Búðardal = 135 atkvæði (Hlutfall 36,1%)
Þuríður Jóney Sigurðardóttir bókari í Búðardal 104 atkvæði (Hlutfall 27,81%)
Pálmi Jóhannsson atvinnurekandi í Búðardal 93 atkvæði (Hlutfall 24,87%)

Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna inni á vef Dalabyggðar.