Rebbi í heimsókn á kosningakvöldi

0
1374

Meðfylgjandi myndskeið er af ref sem kíkti heim á hlað á Vígholtsstöðum í Dalabyggð síðastliðið laugardagskvöld.

Mjög algengt er að heyra í rebba á hljóðlátum kvöldum í Dölum en fátíðara er að hann geri sér ferð heim á bæjarhlað. Hugsanlegt er að rebbi hafi verið svangur og hafi verið í leit að æti nema að hann hafi ætlað að forvitnast um niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna en sjón er sögu ríkari.