Gamli húsmæðraskólinn á Staðarfelli til sölu

0
1987

Gamla skólahúsið á Staðarfelli á Fellsströnd sem áður var húsmæðraskóli hefur verið auglýst til sölu.  Eigandi hússins er Ríkiskaup en meðferðarstöð SÁÁ hefur verið starfrækt í húsinu allt frá árinu 1980 þar til fyrr á þessu ári þegar öll starfsemi SÁÁ fluttist þaðan á meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi.

Ásamt gamla skólahúsinu hafa fleiri hús í eigu ríkisins sem tengdust rekstri SÁÁ einnig verið auglýst til sölu og er óskað eftir tilboðum í allar eignirnar sem eru fimm talsins en samanlagður grunnflötur þeirra er um 1.300 fermetrar.

Kirkjan á Staðarfelli 7.desember 2017
Sjá nánari upplýsingar og ljósmyndir á fasteignavef MBL.IS af Staðarfelli
Í lýsingu á fasteignavef mbl.is segir meðal annars:
Fá svæði landsins státa af jafn ríkulegri sögu. Margir sögufrægir staði sem skrifað er um í sögum frá landnámi er að finna í nágreni Staðarfells. Friðsæl náttúrfegurð býður upp á ótal möguleika til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar. Breiðafjörður er þarna með sínar óteljandi eyjar. Einstök upplifun er að sigla um Breiðafjörðinn og sjá eyjar, fugla í þúsundatali, eða hvali.
Óskað er eftir tilboðum í eignirnar en uppgefið fasteingamat er sagt vera 62.238.000 kr.