Horfðu á kassabílarallý í vefmyndavélinni

0
1774

Þeir sem áttu ekki möguleika á því að sækja Dali heim um helgina og missa af allri þeirri dagskrá sem þar fer fram geta séð að hluta til kassabílarallý KM-þjónustunnar í gegnum vefmyndavélina okkar hér á Búðardalur.is

Kassabílarallý KM-þjónustunnar hefur verið einn af hápunktum bæjarhátíðarinnar „Heim í Búðardal“ annað hvert ár og þátttaka verið góð og fararskjótar af ótal stærðum og gerðum.

Kíktu í vefmyndavélina klukkan fjögur í dag ef þú ert ekki á staðnum.

Hofa á vefmyndavél