Rannsakar vegakerfið í Dalabyggð

0
2888

Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur er nú að leggja af stað í ferð á Vesturland til þess að mynda og rannsaka vegakerfið þar fyrir öll sveitarfélög á Vesturlandi. Ólafur mun aka um helstu vegi Dalanna og Vesturlands og mynda þá og taka út og meta, en Ólafur hefur einna helst verið þekktur fyrir vinnu sína við hið svokallaða EuroRap verkefni.

Niðurstöður Ólafs munu síðan verða afhentar sveitarfélögum á Vesturlandi þannig að þau verði betur í stakk búin að benda á með faglegum rökum til Vegagerðarinnar og stjórnvalda þar sem brýna nauðsyn ber til að gera endurbætur og breytingar á vegakerfinu.

Stutt viðtal sem við áttum við Ólaf má finna í spilaranum hér fyrir neðan.

Við munum svo hitta Ólaf aftur eftir ferð hans um vegi Dalanna og munum við þá fá að heyra hver upplifun hans var og hvaða niðurstöðum ferðin skilaði.