Daladrengur á EM í hópfimleikum

0
3806

Daladrengurinn Guðmundur Kári Þorgrímsson frá Erpsstöðum hefur verið valinn í landsliðshóp Íslands sem keppir á Evrópumótinu í hópfimleikum.

Guðmundur keppir fyrir fimleikafélag Stjörnunar en hann hóf feril sinn með Fimleikafélagi Akranes, ÍA. Áðurnefnt Evrópumót mun fara fram í Portúgal dagana 17.-20.október en Guðmundur Kári keppir í blönduðu liði fullorðinna.

Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar í byrjun verkefnis, 110 iðkendur frá 8 félögum komust í úrvalshópa.

Alls eru 69 iðkendur sem komust í landsliðshóp sem hefur æft saman síðan í lok júlí.

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar hafa nú valið í landslið sem samanstanda af 14 manna hópum en 12 munu keppa í Portúgal í október. Þetta kemur meðal annars fram á vef Skagafrétta.

Frábært afrek hjá Guðmundi Kára og óskum við honum velfarnaðar á Evrópumótinu.