Gillastaðarétt 16.september (myndskeið)

0
2994

Réttað var í Gillastaðarétt í Laxárdal í Dölum sunnudaginn 16.september síðastliðinn. Var það mál bænda að lömb kæmu nokkuð misjöfn af fjalli þetta árið og mörg hver undir meðallagi sé litið til fyrri ára.

Búðardalur.is setti drónann á loft og flaug yfir Gillastaðarétt í stutta stund á meðan réttað var líkt og gert var í réttunum í fyrra og má sjá myndbandið hér að ofan.

Næstu réttardaga í Dölum má sjá á vef Dalabyggðar.