Eva Dröfn ýtir snappinu af stað aftur

0
1367
Ljósmynd af Facebook síðu Evu Drafnar

Eva Dröfn Sævarsdóttir er ein af dætrum Dalanna ættuð frá Hróðnýjarstöðum og Búðardal. Eva Dröfn ætlar að gera tilraun með okkur til að ýta Dalamannasnappinu aftur af stað og vera með það næstu daga.

Það er von okkar að jafn vel verði tekið í snappið og þegar það fór af stað í ágúst 2017 en þá var það Torfi Sigurjónsson frá Hvítadal í Saurbæ sem reið á vaðið.

Allir þeir sem geta með einhverju móti tengt sig við Dalina er velkomið að taka að sér snappið og biðjum við alla og sérstaklega líka þá sem hafa verið með Dalamannasnappið áður að taka það að sér aftur og koma með áskoranir á nýja aðila að taka það að sér.

Dalamannasnappið finnst með því að leita á Snapchat eftir nafninu: dalamenn

Best er að senda okkur í gegnum FB ef þú hefur áhuga á því að taka að þér snappið eða senda okkur póst á budardalur@budardalur.is