Íbúaþing Dalabyggðar 17.mars 2019

0
2095

Sveitarstjórn Dalabyggðar blæs til íbúaþings sem haldið verður í félagsheimilinu Tjarnarlundi að Staðarhóli í Saurbæ. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 17.mars næstkomandi frá kl.11:00 til 13:30.

Tilkynningu og nánari upplýsingar um fundinn má sjá hér að neðan:

Frá ferðamálafulltrúa Dalabyggðar

Við viljum minna á íbúaþingið sem verður í Tjarnarlundi 17. mars næstkomandi, klukkan 11:00 – 13:30.

Við hvetjum sem allra flesta til að taka þátt í að móta stefnu Dalabyggðar til framtíðar.

Markmið þingsins er að íbúar Dalabyggðar hafi tækifæri til að móta framtíð sveitarfélagsins. Sveitarstjórn mun hafa niðurstöður íbúaþings til hliðsjónar við alla stefnumótun. Unnið verður í litlum hópum og þingið skipulagt þannig að þátttakendur eigi auðvelt með að koma sínum áherslum á framfæri.

Í lok þingsins bjóðum við léttan hádegisverð.

Vegna skipulags og matarundirbúnings væri gott að fá skráningar á þingið sem fyrst.

Skráning er á netfangið: ibuathing@dalir.is eða á viðburðinn á Facebook síðu Dalabyggðar

Kær kveðja,
fyrir hönd sveitarstjórnar,

Bjarnheiður Jóhannsdóttir
Ferðamálafulltrúi Dalabyggðar