Karlakór Kópavogs býður Dalamönnum að Laugum

0
2126

Karlakór Kópavogs verður í æfingabúðum að Laugum í Sælingsdal helgina 15.-17.mars nk. Kórinn verður með svokallaða opna æfingu á laugardaginn 16.mars milli klukkan 16:00 og 17:00 í gyllta salnum á hótelinu að Laugum.

Allir Dalamenn er sérstaklega velkomnir að koma og hlusta á kórinn á þessum tíma segir í tilkynningu frá Karlakór Kópavogs. Þess má geta að einn af meðlimum kórsins er einn af sonum Dalanna eða Ólafur Kj. Halldórsson frá Breiðabólsstað á Fellsströnd.

Kórfélagar munu bjóða gestum uppá kaffi og með því.