Berglind og Óskar Páll hafa verið með snappið

0
1757

Síðastliðna daga hafa þau Berglind Vésteinsdóttir bóndi á Sauðafelli og Óskar Páll Hilmarsson í Búðardal verið með Dalamannasnappið. Berglind byrjaði að sýna okkur frá daglegu lífi hennar á Sauðafelli en þar rekur hún sauðfjárbú og sveitagistingu ásamt eiginmanni sínum Finnboga Harðarsyni. Mjög gaman var að fylgjast með Berglindi í sauðburði og ferðaþjónustu og vonandi tekur Berglind aftur við snappinu síðar.

Þá var einnig mjög gaman að fylgjast með Óskari Páli en hann er starfsmaður Rarik í Búðardal og er búsettur á Saurum í Laxárdal. Óskar sýndi okkur hvað hann er að sýsla við og tók okkur meðal annars með í vinnuna og í fjöruferð. Óskar tekur snappið vonandi aftur síðar.