Dalamenn beðnir um að spara rafmagn

0
1709

Rafmagnsleysi hefur verið víða í Dölum í kjölfar óveðursins síðastliðinn sólarhring. Á vef Rarik er þess óskað að rafmagnsnotendur í Búðardal, Laxárdal og Suður-Dölum fari sparlega með rafmagn.

Á vef Rarik segir:

Rafmagnsnotedur í Búðardal, Laxárdal og suður Dölum vinsamlega farið sparlega með rafmagn svo komast megi hjá skömmtun. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tímasetning atburðar: 11.12.2019 10:00 til 14:00