Okkur vantar hjálp og hugmyndir við öflun efnis og frétta

0
1640

Á þessum tímum fordæmalausra aðstæðna í samfélagi okkar biðlum við til Dalamanna og vina Dalanna nær og fjær að leggja okkur lið með því að senda okkur upplýsingar, fréttir eða efni sem tengist Dölunum og þá helst eingöngu jákvæðar og skemmtilegar fréttir eða efni. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Hvort sem um er að ræða gamalt eða nýtt, ljósmyndir, myndbönd eða hvað eina sem getur glatt síðuna okkar lífi og aukið innihald hennar fyrir ykkur.

Ef þig langar til að skrifa inná síðuna eða taka þátt í að glæða hana lífi þá endilega hafðu samband.

Í dag biðluðum við til Dalamanna um að byrja aftur með snapchat reikninginn okkar Dalamenn snappa. Við fengum strax viðbrögð og á morgun byrjar vonandi sá fyrsti af mörgum og þökkum við viðkomandi fyrir að taka af skarið.

Tölvupóstfang okkar er: budardalur@budardalur.is