Vefmyndavél Búðardalur.is í Búðardal

11.12.2019
ATH! Vegna endurnýjunar netbúnaðar þar sem vefmyndavélin fær tengingu hefur ekki náðst að koma henni í loftið en unnið er að lagfæringu

Vefmyndavél þessi er staðsett á húsnæði KM-Þjónustunnar við Vesturbraut 20 í Búðardal. Vefmyndavélin hefur verið í gangi nær óslitið síðan vorið 2012 þegar Búðardalur.is fór fyrst í loftið.

Það voru starfsmenn KM-Þjónustunnar og Hilmar Óskarsson rafvirki í Búðardal sem sáu um uppsetningu vélarinnar og eru þeim færðar ævarandi þakkir fyrir. Einnig fær vefmyndavélin tengingu við netið hjá KM-Þjónustunni.

Það er Hreinn Beck sérfræðingur sem hefur séð vélinni fyrir streymi frá upphafi birtingar hennar og erum við honum endalaust þakklátir fyrir hjálpina.