Hrottaleg árás í Búðardal: Stúlka fór úr kjálkalið

0
1412

samkaup-217x144Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Díana Ósk Heiðarsdóttir, verslunarstjóri Samkaupa Strax í Búðardal, en ráðist var á starfsstúlku verslunarinnar aðfaranótt miðvikudags. Stúlkan átti leið hjá búðinni eftir vinnudaginn og tók eftir því að ljós var kveikt inni á lager. Hún fór inn í verslunina til að slökkva ljósið en þá réðst karlmaður á hana og sló hana með gosdós í andlitið með þeim afleiðingum að hún fékk djúpan skurð og fór úr kjálkalið.

Kókdósin sprakk við höggið og reif árásar maðurinn fötin á stúlkunni. Díana Ósk segir að það sé ekki vitað hvort að hann hafi verið inni í versluninni þegar stúlkan fór þar inn eða hvort hann hafi elt hana. „Hún er fædd og uppalin hérna og kannast ekki við hann,“ segir Díana Ósk þegar hún er spurð hvort að þau viti hvort að maðurinn sé frá Búðardal. Hans er enn leitað af lögreglu. Díana Ósk segir stúlkuna hafa hringt í stráka sem að leigja íbúð fyrir ofan verslunina og þeir hafi hlúð að henni. Þeir hringdu á neyðarlínuna en það tók lögreglumann frá Saurbæ í Dölum tæpar fimmtíu mínútur að mæta á vettvang.

„Hvað hefðu við átt að gera ef að við hefðum fundið manninn áður en lögreglan kom“ spyr Díana Ósk sem segir mikinn ótta vera á meðal íbúa Búðardals vegna þess að enginn lögreglumaður er staðsettur þar í sparnaðarskyni. Stúlkan dvaldist eina nótt á sjúkrahúsi og heilsast ágætlega miðað við aðstæður. „Henni líður ágætlega miðað við aðstæður.“

Á vef Sessuhornsins segir að íbúar krefjist þess að löggæslu verði komið í viðunandi horf í Búðardal. Umferð um héraðið hefur stóraukist eftir bætta vegtengingu um héraðið á Vestfirði um Arnkötludal. Þá er greint frá því á Skessuhorninu að fólki gruni að Dalasýsla sé nú notuð sem dreifingarstöð fyrir ólögleg efni og slíkt ástand geti kallað á afbrot af ýmsu tagi.

Fréttin er tekin af www.dv.is