Sinubruni á Laxárdalsheiði

0
1392

lax_heidi-257x204Fram kemur á fréttavef Skessuhorns að slökkvilið Dalabyggðar hafi verið kallað út í gærkvöldi vegna sinubruna á Laxárdalsheiði. Þar mun hafa kviknað í sinu útfrá sígarettuglóð en fólk við girðingarvinnu mun hafa átt þar hlut að máli. Bruninn mun hafa verið langt frá þjóðveginum og erfitt að komast að honum.

Betur fór þó en á horfðist og var fólkið sem var á vettvangi nánast búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Fyrst um sinn mun hafa verið talsverður strekkingur á heiðinni en síðan hafi gert stafalogn. Um einn hektari mun hafa brunnið við þetta.

Fréttina á vef Skessuhorns má lesa hér.