Báðar sjúkrabifreiðar í Búðardal í útkall í gærkvöldi

0
1134
Björgunartæki í Dalabyggð
Ljósm: Steina Matt
Björgunartæki í Dalabyggð
Ljósm: Steina Matt

Líkt og fram kemur á vef mbl.is nú í morgun varð banaslys á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöldi þegar fólksbifreið fór út af veginum þar Hólmavíkur megin. Íslenskur karlmaður beið bana og tveir erlendir ferðamenn slösuðust alvarlega. Vegna slyssins voru báðar sjúkrabifreiðar sem staðsettar eru í Búðardal kallaðar út og tóku sjúkrafluttningamenn úr Búðardal þátt í björgunaraðgerðum vegna slyssins.

Frétt mbl.is um málið.