Haustfagnaður FSD 2012

0
1178

fsdlogoHaustfagnaður FSD verður haldin helgina 26.-27.október næstkomandi.

Föstudaginn 26.október verður hrútasýning á Valþúfu á Fellsströnd, vesturhólfi, og um kvöldið verður sviðaveisla á Laugum í Sælingsdal. Þar verður einnig hagyrðingakvöld, söngur og dans.

Meðal hagyrðinga verða:

Ágúst Marinó Ágústsson Sauðanesi,
Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum,
Jón Ingvar Jónsson Reykjavík,
Sigrún Haraldsdóttir Reykjavík,
og stjórnandi verður séra Hjálmar Jónsson.  

Þá munu Álftagerðisbræður heiðra Dalamenn með nærveru sinni og hljómsveitin Hjónabandið mun leika fyrir dansi.

Laugardaginn 27.október verður hrútasýning á Bæ í Miðdölum ,suðurhólfi, og í reiðhöllinni í Búðardal fer fram Íslandsmeistarakeppni í rúningi.

Þá verður til sýnis og sölu hönnun úr íslenskri ull, handverks og heimavinnslumarkaður, vélasalar með sölu og sýningarbása ásamt fleiru.

Um kvöldið verður síðan grillveisla og verðlaunaafhending í Dalabúð sem endar síðan með stórdansleik með einni af vinsælustu hljómsveit landsins, Hvanndalsbræðrum.

Hönnunarsamkeppni FSD og ÍSTEX 2012

Hönnunarsamkeppni þar sem íslenska ullin er í aðalhlutverki. Í ár snýst keppnin um að hanna og vinna úr íslenskri ull. Þá er bara að láta hugmyndaflugið njóta sín, taka fram prjónana, heklunálina, saumavélina eða bara það sem ykkur dettur í hug og hefjast handa.