Slæmt veður á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði

0
1230

brattabrekka2012Mjög slæmt veður er nú á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði líkt og á landinu öllu en víðast hvar er óveður samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Á veðurmælum á Bröttubrekku nú klukkan fimm fóru hviður hátt í 35 metra á sekúndu og var þá um 23 metra jafn vindhraði.

Þó mátti sjá fluttningabifreið á ferðinni á Bröttubrekku nú klukkan fimm þegar skoðað var í vefmyndavél Vegagerðarinnar á Bröttubrekku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Rétt er að hvetja fólk til að fara varlega og skoða vel veðurspá og veður og færð áður en lagt er í ferðir.

Veðrið mun ekki eiga að ganga niður fyrr en seint á laugardag eða snemma á sunnudag.

brattabrekkalaxheidi