Ásmundur Einar í öðru sæti á lista Framsóknar

0
1190

asmundureinarÍ gær laugardag fór fram auka kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á Reykjum í Hrútafirði. Framsóknarflokkurinn er með tvo þingmenn í kjördæminu sem stendur en tillaga uppstillinganefndar fyrir komandi alþingiskosningar var samþykkt, en þar var Gunnar Bragi Sveinsson í fyrsta sæti og Ásmundur Einar Daðason Lambeyrabóndi í öðru sæti.

Í ellefta sæti listans má sjá nafn annars Dalamanns Önnu Lísu Hilmarsdóttur bónda á Sleggjulæk í Borgarfirði en hún er dóttir Hilmars Óskarssonar rafvirkja og Ingu Maríu Pálsdóttur.

Listi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er annars svona skipaður:

1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki
2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga
7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fv.varaþingmaður, Ísafirði