Í sannleika sagt. Viðtal við Svavar Gestsson

0
2513

svavargestssonvidtalSvavar Gestsson er víðförull maður í íslensku þjóðlífi og á gríðarlega litríkan feril að baki, meðal annars á stjórnmálasviðinu.  Hann er fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra svo eitthvað sé nefnt en hann segir rætur sínar ávallt liggja í Dölum en hann var hluta af bernsku sinni á Fellsströndinni, nánar tiltekið á bænum Grund.

Þar námu foreldrar hans land,byggðu hús og hófu búskap við þröngan kost.Þetta var á árum 6.áratugar síðustu aldar. Svavar segist minnast með hlýju stundanna á Breiðabólsstað þegar hann hafi verið um 11 ára aldur og Þórður bóndi hafi lesið fyrir hann og önnur börn á bænum upp úr ævisögum valinkunnra íhaldsmanna á kvöldin.

En þegar passíusálmarnir hafi verið settir á í útvarpinu segir Svavar að ekki hafi verið hlustað með alveg jafn mikilli athygli og hlær við. Húsfreyjan á bænum Steinunn Þorgilsdóttir hafði dálæti á pilti og leiðbeindi hvað hún mátti meðal annars við lestrarkennslu og ýmis heimspekileg álitaefni. Hún lagði mikið uppúr því að ungir menn fengju gott veganesti fyrir lífið hvað menntun áhrærir. Svavar hefur aldrei gleymt því hvernig svo sem viðrað hefur í póltík hér í landi eða árað.

Svavar er einn fjölmargra sem berst með straumi jólabókaflóðsins fyrir þessi jól með útgáfu sjálfsævisögu sinnar er hann kýs að kalla“ Hreint út sagt“. Titill bókarinnar er sannur í sjálfu sér, því hreinskilni er rauður þráður í frásögninni og gefur bókinni vigt og trúverðugleika. Í ljósi fjölbreytilegrar atburðarásar á ferlinum hlýtur hann að hafa sleppt ógrynni af efni en það skiptir ekki svo miklu máli, því stíllinn er flottur og heildarmyndin skemmtileg aflestrar.

Við heimsóttum Svavar á dögunum og tókum hann tali. Í þessu skemmtilega viðtali við Svavar er farið út um víðan völl og víða komið við enda af nógu að taka þegar rætt er við Svavar um litríkan feril hans í stjórnmálunum sem og annarsstaðar.