Búðardalur fyrstur til að fá bætt net árið 2013

0
2665

netmalEins og fram hefur komið á vef Dalabyggðar og nú síðast í Fréttablaðinu í dag hyggst Síminn uppfæra símstöðina í Búðardal á fyrstu mánuðum nýs árs. Íbúar og byggðaráð í Dalabyggð hafði sent kvörtun til Símanns vegna lélegs netsambands og hefur svar borist frá Símanum.

Starfsmenn Símanns hafa skoðað aðstæður í Búðardal og séu engar ófyrirséðar tæknilegar áskoranir fyrir hendi verði ráðist í uppfærslu á búnaði á fyrsta ársfjórðungi 2013. Þá mun Búðardalur verða með fyrstu sveitarfélögum sem fá bætt netsamband og mun hraði netsins aukast við það. Þá munu bæjarbúar getað notið fullrar sjónvarpsþjónustu hjá símanum.

Frábært skref til framfara fyrir Dalabyggð enda góð nettenging einn af lykilþáttum í eflingu íbúabyggðar á landsbyggðinni.