Dráttarvél brann í Sælingsdalstungu

0
1110

Screen Shot 2016-01-07 at 20.45.45Slökkvilið Dalabyggðar var kallað um kl.21:50  í kvöld að bænum Sælingsdalstungu vegna elds sem þar logaði í dráttarvél.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var dráttarvélin alelda en um 20 km eru frá Búðardal að Sælingsdalstungu.

Bóndi af öðrum bæ í Hvammssveit nýtir aðstöðu í fjárhúsunum í Sælingsdalstungu og var hann við gjafir þegar kviknaði í vélinn en hún mun hafa verið í gangi samkvæmt heimildarmanni Búðardalur.is.

Dráttarvélin sem er nokkuð gömul stóð nálægt annari vél og mátti litlu muna að einnig hefði kviknað í henni en slökkvilið náði að koma í veg fyrir frekara tjón.

Engan sakaði í brunanum en dráttarvélin er gjörónýt.