Saurbæingar blótuðu þorra

0
870

Fimmtugasta og fyrsta þorrablót ungmennafélagsins Stjörnunnar í Saurbæ fór fram síðastliðinn laugardag í félagsheimilinu Tjarnarlundi.

Um 140 manns voru þar samankomin og tóku viðstaddir hraustlega til matar síns en um kræsingarnar sá Siggi frá Hólum í Hvammssveit og hans aðstoðarfólk.

Að því loknu var komið að því sem felstir bíða eftir á þorrablótum og er það hvernig þorrablótsnefndin stendur þig í að skemmta sér og öðrum en mun það hafa tekist vel að sögn viðstaddra.

Það var svo hljómsveitin Toppmenn sem sá um að halda fólki liðugu á gólfinu langt fram eftir nóttu.


Ljósm: Bjargey Sigurðardóttir, Skerðingsstöðum