Samúðarkveðja frá Búðardalur.is

0
1155

vilborgdavidsÍ byrjun desember síðastliðnum tókum við viðtal við Vilborgu Davíðsdóttur vegna útkomu bókarinnar Vígroði þar sem Vilborg skrifar um Auði Djúpúðgu. Vígroði er framhald af skáldsögunni Auður sem kom út árið 2009. Í heimsókn okkar til Vilborgar hittum við einnig eiginmann hennar Björgvin Ingimarsson.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið og á opinskárri blogsíðu Vilborgar, hefur Björgvin barist við illvígan sjúkdóm sem hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir að morgni 9.febrúar síðastliðnum. Í ljósi þessa langar okkur sem stöndum að Búðardalur.is að senda Vilborgu þessa stuttu kveðju. 

„Kæra Vilborg Davíðsdóttir.

 Af slóðum Auðar djúpúðgu í Dölum sendum við þér hugheilar samúðar- og hughreystingarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns þíns Björgvins Ingimarssonar.

 Megir þú af þjóðkunnri reisn og í minningu Björgvins halda áfram að nema lönd í ræðu og riti. Aðdáunarverð skrif þín að undanförnu um lífið,tilveruna og dauðann hafa gefið mörgum styrk á lífsins vegum.

Þakkir fyrir það.

Með einlægri vinsemd, virðingu og samúð.

Aðstandendur Búðardalur.is“

 Viðtalið við Vilborgu um bók hennar, Vígroði.