Suðurdalir blótuðu í Árbliki

0
1322

sudurdalablot2013Fertugasta Þorrablót Suðurdala var haldið um liðna helgi, laugardaginn 9.febrúar í blíðskapar veðri. Glatt var á hjalla og skemmtu gestir sér hið besta.

Alls voru um 230 gestir í Árbliki og gæddu þeir sér á þorrakræsingum frá Ragnari í Höfðakaffi. Ekki var annað að sjá en að maturinn færi vel í gestina.

Að loknum heimatilbúnum skemmtiatriðum sem voru á heimsmælikvarða að sögn þeirra sem best til þekkja tók hljómsveitin Upplyfting við keflinu og hélt uppi fjörinu fram eftir nóttu.

Skemmtinefnd þorrablóts Suðurdala árið 2013 skipuðu:

sudurdalablot2013-2Erna á Fellsenda
Gyða í Brautarholti
Rakel í Hlíð
Sigursteinn í Neðri-Hundadal
Þorgrímur á Erpsstöðum
Þorsteinn á Dunkárbakka.

Um veislustjórn sá Viðar Guðmundsson frá Miðhúsum og sérlegur aðstoðarmaður þorrablótsnefndar var Hjörtur Vífill Jörundsson.

Það má til gamans geta að í ár er 20 ára afmælisár hjá félagsheimilinu Árbliki.  Gyða Lúðvíksdóttir.

Þorrablótsnefndin lætur ekki að sér hæða og veit að hún þarf að vera í takt við tímann….skelltu þau sér því á dansnámskeið til að læra hinn fræga Gangnamannastæl………

Sagan segir af Nonna í kringlu þegar hann á sínu fína hjólhýsi lagði land undir fót og skellti sér alla leið á bæjarhátíð í búðardal…. Haldið er að för hans hafi einhvernvegin farið svona fram. Með hlutverk Nonna fór engin annar en hann sjálfur og er óhætt að segja að hann nái að túlka sjálfan sig vel.

Pósturinn…allur pakkinn. Flestir kannast sennilega við að hafa fengið inn um bréfalúguna bréfsnepil um hvernig megi bæta aðgengi bréfbera og póstburðarmanna. þeas að moka, salta, passa uppá lýsingu í skammdeginu og binda hunda.

Hér er brugðið upp spaugilegri ferð póstsins í suðurdölum þar sem komið er að þessum reglum og sýnd viðbrögð eins bóndans við endalausum leiðréttingum á fjallskilaseðlum. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum og inniheldur ýktar útgáfur af alvöru persónum 😉

Hérna fer þorrablótsnefndin í suðurdölum á milli bænda og býður þeim tuggu í nefið…….svona þar sem að öll aðföng til bænda hafa hækkað undanfarin ár..