Þorrablót Fellsstrendinga á Staðarfelli

0
1254

thorrablotfellsstrond2013Hér eru myndir frá fjórða og síðasta þorrablótinu í Dalabyggð á þessu ári í félagsheimilinu að Staðarfelli. Fullt var út úr dyrum að venju en um fimmtíu og tveggja ára skeið hefur þorrablót árlega verið haldið á þessum stað.

Ef frá er talið fyrsta árið hafa kórar og söngsveitir heimamanna ásamt danshljómsveitum ævinlega séð um dagskrána. Hefðin fyrir skemmtanahaldinu er því orðin býsna sterk á Ströndinni og á fyrrum hreppsstjórinn á Fellsströndinni og tónlistarfrömuðurinn Halldór Þ. Þórðarson stóran hlut að máli með fullri virðingu fyrir syngjandi og spilandi sveitungum hans.

 
thorrablotfellsstrond2Fjögur þorrablót í Dölum segja sitthvað um þróttmikið félagslíf og ekki sakar að í auknum mæli sækja brottfluttir og eða ættingjar ábúenda þessi mannamót og styrkja samböndin. Heimatilbúin skemmtidagskráin er lykilatriði og líður vonandi aldrei undir lok.

„Þetta eru einu almennilegu samkomurnar sem maður sækir-hér slær hjartað“ sagði glaðbeittur þorrablótsgestur langt að kominn á fornar slóðir. „Þetta er mannlífinu í Dölum til sóma – við verðum að hittast á góðri stund og blása í glæðurnar,annars hættir maður að vera til „.

thorrablotfellsstrond3Þorrablótsnefndin var klædd í sitt fínasta dress í tilefni dagsins og hafði nefndin tekið saman það markverðasta sem gerst hafði í umdæmi þorrablótsins og sett í stórskemmtilegan búning. Nefndina skipuðu að þessu sinni:

Ármann Rúnar Búðardal, Lyngbrekku, Árbrún
Jónas Már Búðardal, Valþúfu
Hrefna á Valþúfu
Jón Egill Skerðingsstöðum
Harpa Búðardal