Ef frá er talið fyrsta árið hafa kórar og söngsveitir heimamanna ásamt danshljómsveitum ævinlega séð um dagskrána. Hefðin fyrir skemmtanahaldinu er því orðin býsna sterk á Ströndinni og á fyrrum hreppsstjórinn á Fellsströndinni og tónlistarfrömuðurinn Halldór Þ. Þórðarson stóran hlut að máli með fullri virðingu fyrir syngjandi og spilandi sveitungum hans.
„Þetta eru einu almennilegu samkomurnar sem maður sækir-hér slær hjartað“ sagði glaðbeittur þorrablótsgestur langt að kominn á fornar slóðir. „Þetta er mannlífinu í Dölum til sóma – við verðum að hittast á góðri stund og blása í glæðurnar,annars hættir maður að vera til „.
Ármann Rúnar Búðardal, Lyngbrekku, Árbrún
Jónas Már Búðardal, Valþúfu
Hrefna á Valþúfu
Jón Egill Skerðingsstöðum
Harpa Búðardal