Björgunarsveitin Ósk fékk útkall á Svínadal

0
1139

bdlovedur2013Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð var kölluð út nú um klukkan fjögur í dag vegna erlendra ferðamanna sem voru í vandræðum á Svínadal vegna ófærðar og óveðurs.

Að sögn Sigurðar Bjarna Gilbertssonar björgunarsveitarmanns mættu björgunarsveitarmenn ferðamönnunum á leið sinni upp á Svínadal.

Sigurður sagði að ferðamennirnir væru á mjög lítilli fólksbifreið sem engan veginn væri útbúin til vetraraksturs.

svinadalurovedur2013Björgunarsveitarmenn eru nú að fylgja fólkinu niður af Svínadal áleiðis í Búðardal.

Nú eru NNA 15 metrar á sekúndu og -9 stiga frost á Svínadal en mjög slæmt veður hefur verið í Dölum í dag og á köflum varla sést á milli húsa í Búðardal.