Pétur Ástvaldsson ljósmyndir

0
3258

Menningarmiðju Dalanna hafa borist 8 ljósmyndir úr safni Péturs Ástvaldssonar. Ljósmyndir þessar eiga það sammerkt að tengjast Breiðabólsstað á Fellsströnd.

Á myndinni hér til hliðar má sjá einn af tryggustu sonum Dalanna, Friðjón Þórðarson á spjalli við Ásgeir Ásgeirsson forseta Íslands er hann heimsótti Dali heim árið 1957.

Hér fyrir neðan má svo sjá hinar ljósmyndirnar sem fylgdu sendingunni frá Pétri en einnig má finna ljósmyndirnar undir myndasafninu hér á síðunni.

Við sem stöndum að Búðardalur.is hvetjum aðra sem eiga til í sínum fórum ljósmyndir sem tengjast sögu Dalanna að senda okkur þær eða upplýsingar í netfangið budardalur@budardalur.is, einnig má finna símanúmer hér á síðunni til að hafa samband.