Kosningagleði í Dalabúð

0
936

kosningaglediidalabud2013Eitt af atriðum Jörfagleðinnar í ár var kosningagleði sem fram fór í Dalabúð í gær milli 15:00 og 18:00.

Þar var boðið uppá margvísleg tónlistaratriði og má þar helst nefna harmonikufélagið Nikkólínu, Rikka í Gröf með saxófóninn ásamt hljómsveit sem skipuð var þeim Halldóri Þórðarsyni, Hilmari Óskarssyni, Jónasi Guðmundssyni, Jóhanni Ríkharðssyni, Jóni Benediktssyni og Þorkeli Cýrussyni.

Þá komu fram Gospelkór Dalanna undir stjórn Þorkels Cýrussonar og Hlöðver Smári og félagar í hljómsveitinni OAS frá Ólafsvík.

Síðast en ekki síst steig á stokk Páll Óskar Hjálmtýsson sem hitaði upp fyrir kvöldið með nokkrum lögum.

Björn Anton Einarsson (Toni) var á staðnum og tók upp nokkur atriði sem sjá má á myndskeiði hér fyrir neðan eða með því að fara í Dal-varpið hér á síðunni.