Hlaupið heim, í Búðardal

0
1450

oskarhlaupariHlaupagarpurinn og Vestfirðingurinn Óskar Jakobsson kom hlaupandi í Búðardal um klukkan 18:00 í dag eftir að hafa lagt af stað í morgun frá Bifröst í Borgarfirði.  Óskar lagði af stað hlaupandi úr Reykjavík þann 30.maí síðastliðinn en hann er á leiðinni til Ísafjarðar.

Óskar ætlar að hlaupa um það bil 45 kílómetra á hverjum degi í 10 daga, en það samsvarar rúmlega einu maraþonhlaupi á dag, 10 daga í röð. Ástæða þessa ferðalags Óskars er að vekja athygli á þörfu málefni sem er staða langveikra barna og foreldra þeirra.

Í tengslum við hlaup Óskars hefur verið opnaður reikningur til styrktar Finnboga Erni Rúnarssyn en þangað getur fólk lagt inn og heitið á hlaupið. Átak Óskars hefur hlotið nafnið „Hlaupið heim“ og skorum við á alla sem tök hafa á að styrkja þetta góða málefni.

Óskar og Finnbogi | Ljósmynd af Facebook síðu Hlaupið heimFram kom í viðtali við Óskar á Vísi.is á dögunum að Finnbogi Örn hafi farið í hjartaaðgerð í Svíþjóð í apríl fyrir ári síðan þar sem gert var við hjartaloku. Aðgerðin mun hafa gengið vel en tók mjög á Finnboga sem mun hafa verið lengi að jafna sig. Finnbogi mun vera á góðum batavegi en á þó nokkuð langt í land með að ná styrk og heilsu. Foreldrar Finnboga munu hafa þurft að vera mikið frá vinnu sökum veikinda Finnboga og er ætlun styrktarsjóðsins Hlaupið heim að styðja við bak Finnboga og fjölskyldu hans.

 

Hægt er að fylgjast með Óskari og hvernig honum gengur á sérstakri Facebook síðu sem stofnuð var vegna hlaupsins:  Facebook síða Hlaupið heim.

Þeir sem tök hafa á geta lagt inn á reikning 556-26-330. Kennitala 121101-3190.

Pálmi Jóhannsson frá Hlíð í Hörðudal sem nýverið tók við gamla Hótel Bjargi sem nú heitir Dalakot hitti Óskar við Skógstagl og hljóp með honum síðustu 10 kílómetrana í Búðardal, en Óskar og fylgdarlið mun hvílast hjá Pálma í Dalakoti í nótt.

Þá mun Björgvin frá Blönduhlíð ekki hafa náð að setja á sér og hljóp því á móti Óskari að afleggjaranum inn í Laxárdal og þaðan til baka í Búðardal. Steinunn Matthíasdóttir tók á móti Óskari er hann kom hlaupandi inn í Búðardal ásamt fleiri heimamönnum og má sjá ljósmyndir frá Steinu hér fyrir neðan.