Aðstaða húsbíla og sundlaugin í Búðardal lagfærð

0
1782

gamlasundlauginFramkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni við tjaldstæðin í Búðardal að undanförnu en nú sér fyrir endann á því og kom flokkur frá Loftorku í Borgarnesi miðvikudaginn 17.júlí og kláraði að steypa aðstöðu fyrir húsbíla skammt fyrir ofan tjaldstæðið sjálft.

Að sögn verktaka hefur verkið dregist aðeins en það er vegna breytinga hjá arkitekt svæðisins. Einnig hefur þurft að bíða nokkuð eftir rétta veðrinu fyrir steypuvinnuna.

Þá komu fleiri steypubílar í kjölfarið ásamt dælubíl og steyptu starfsmenn Loftorku gólfið í gömlu sundlauginni við Dalabúð. Það er sveitarfélagið Dalabyggð sem stendur að framkvæmdunum við tjaldsvæðið ásamt lagfæringu gömlu sundlaugarinnar en til stendur að koma sundlauginni aftur í gagnið og kenna grunnskólabörnum í Auðarskóla sund þar í vetur.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá steypumenn að störfum í Búðardal