Þrúður Kristjánsdóttir 75 ára

0
2466

thrudurkristjansdottirHún er örugglega frumkvöðull í skóla- og félagsmálum um áratuga skeið í Búðardal. Þrúður Kristjánsdóttir heitir hún og undir hennar handleiðslu bæði sem kennara og skólastjóra grunnskólans hefur hún leiðbeint og horft á eftir á annað þúsund nemendum útí lífið allar götur síðan hún kom til Búðardals árið 1962 til að kenna í einn vetur.

Það teygðist úr því heldur betur. Ferillinn spannar meir en 40 ár og þar af 22 ár sem skólastjóri. Síðan kennslunni lauk hefur hún gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í Dölum og er enn að.

Lífskrafturinn er til staðar og áhuginn á málefnum liðandi stundar í nærsamfélaginum er svo sannarlega fyrir hendi -“ hún er óstöðvandi -eitt tekur við af öðru -maður veit aldrei hvað tekur við næst“ sungu og sögðu systur hennar og ættmenni í afmælishófi í dag í DALABÚÐ.

Þrúður er 75 ára í dag 21.júlí -margir sóttu hana heim í tilefni dagsins og tókum við hana tali í tilefni dagsins. Viðtalið má horfa á hér fyrir neðan