Laxdæluhátíð 2013

0
912

Screen Shot 2016-01-18 at 21.50.32Laugardaginn 7. september næstkomandi býður Guðrún Ósvífursdóttir til veislu heima að Laugum í Sælingsdal. Þessi hátíð er árangurinn af samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa um Laxdælasögu.

Um morguninn verður farið um Laxdæluslóðir og eftir hádegi boðið upp á 2 norrænar leiksýningar – íslenska og finnska. Þá verður blásið til spurningakeppni ásamt því að Dalakonur af tveimur kynslóðum tala um söguna frá eigin brjósti og heimamenn syngja. Um kvöldið verður kvöldverðarboð að hætti Guðrúnar og harmonikuball fyrir unga sem aldna. Hægt er að fá gistingu á staðnum. Dagskráin verður auglýst nánar síðar en hún er fyrir fullorðna og börn eldri en 10 ára.