Flutningur á sláturfé í fullum gangi

0
924

Screen Shot 2016-01-18 at 22.04.31Sláturtíð er nú hafin með tilheyrandi umstangi og vinnu hjá bændum og öðrum sem þjónusta bændur og sláturleyfishafa.

Fyrir haustið var boðin út akstur á sláturfé á Vesturlandi fyrir Sláturfélag Suðurlands og kom það í hlut Unnsteins Kristinns Hermannssonar bónda á Leiðólfsstöðum II í Laxárdal að koma sláturfé af Vesturlandi í sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þetta árið en hann átti lægsta tilboð í flutningana.

Unnsteinn, eða Steini Kiddi eins og flestir Dalamenn þekkja hann fór jómfrúarferðina þetta haustið með fjögurhundurð sláturlömb austur á Selfoss úr Dölum í dag.  Að sögn Steina Kidda kemur hann til með að aka sláturfé austur á Selfoss út októbermánuð.

Screen Shot 2016-01-18 at 22.04.42Á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í dag áður en Steini Kiddi lagði af stað úr Búðardal má sjá bifreiðina og fjárflutningavagninn sem hann notar við flutningana. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz Actros 2650 en vagninn sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands getur tekið allt að 400 til 420 lömb í einni ferð.

Einnig er fé ekið á Hvammstanga og fleiri staði frá bændum í Dölum. Ekki er slátrað í Búðardal lengur en ekki eru mörg ár síðan að sláturhúsið í Búðardal var eitt það fullkomnasta og best búna á landinu en nú hefur vinnslulínan og tæki þaðan verið seld úr landi.