Vinir í bata – tveir opnir fundir til viðbótar

0
1050

vinirKynningarfundur á Vinum í bata var í safnaðarheimili Hjarðarholtskirkju á fimmtudaginn var.

Tveir fundir í viðbót verða opnir og verður annar þeirra næsta miðvikudag 23. október klukkan 20:00 og seinasti opni fundurinn verður miðvikudaginn 30. október klukkan 20:00 í safnaðarheimili Hjarðarholtskirkju.

Eftir þessa tvo tíma lokast hóparnir fyrir veturinn. Endilega kynnið ykkur hvað Vinir í bata ganga út á, en unnið er út frá vinnubók yfir veturinn. Mikilvægt er að fulls trúnaðar sé gætt í hópastarfinu en hægt er að finna reynslusögur og fleira frá Vinum í bata inni á heimasíðunni : www.viniribata.is.

Hlökkum til að sjá þig.

-Umsjónaraðilar Vinir í bata