Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag að ákveðið hefði verið að fresta fyrirhuguðum áformum um að fækka sjúkrabifreiðum í Búðardal úr tveimur í eina.
Þetta kom fram í bréfi sem Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi sendi til sjúkraflutningamanna á svæðinu í dag.
Þau skilaboð bárust frá Velferðarráðuneytinu að ákveðið hefði verið að fresta fyrirhuguðum áformum og málið yrði skoðað betur fram á næsta ár.
Velferðarráðuneytið mun eiga í nánari viðræðum við Rauða kross Íslands um málið og því var fyrirhuguð fækkun dregin til baka í óákveðin tíma. Þetta á einnig við um fækkun sjúkrabifreiða í Ólafsvík og á Hvammstanga.
