Myndir úr safni Hermanns Bjarnasonar

0
1512

hb1Líkt og æ fleiri Dalamenn hafa gert að undanförnu, kom Bjarni Hermannsson bóndi á Leiðólfsstöðum færandi hendi með nokkrar gamlar og skemmtilegar ljósmyndir úr safni föður síns, Hermanns Bjarnasonar fyrrv.bónda á Leiðólfsstöðum á dögunum.

Hermann  Bjarnason var fæddur þann 9.nóvember 1925 en hann lést þann 24.desember árið 1999.  Myndir Hermanns hafa nú verið skannaðar og settar á vefinn. 

Búðardalur.is þakkar Bjarna fyrir hans innlegg í menningarmiðju Dalanna og fyrir að gefa okkur smá innsýn inn í myndaalbúm Hermanns föður hans.

Við hvetjum fleiri Dalamenn og alla þá sem eiga ljósmyndir, kvikmyndir eða annað efni sem ætti erindi á vefinn til þess að setja sig í samband við okkur og senda okkur línu eða hringja.  Við getum aðstoðað við að koma efninu á tölvutækt form.

Skoða má ljósmyndir Hermanns hér nánar fyrir neðan, eða með því að fara í myndasafnið hér á síðunni og fara í myndasafn Hermanns Bjarnasonar.