Annað snjóflóð féll á veginn um Skarðsströnd

0
1445

snjohengjaAnnað snjóflóð féll á veginn um Skarðsströnd milli Heinabergs og Nýpur í nótt eða snemma í morgun og lokaði veginum þar.

Sökum þessa komst skólabifreið sem þarf að fara um veginn til þess að sækja skólabörn ekki leiðar sinnar.

Flóðið var þó eitthvað minna en það fyrra og ekki tók mjög langan tíma að opna veginn aftur.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Steingrímur Hjartarson skólabílstjóri af fyrra flóðinu sem féll síðastliðinn sunnudag 23.febrúar.

snjoflod_skardsstrond