Nýtt verkstæði opnar í Búðardal (myndband)

0
1293

baeinarsson2Það er ekki á hverjum degi sem það opnar nýtt fyrirtæki í Dölum. Þeir Björn Anton Einarsson og Katarínus Jón Jónsson eða Toni og Kati eins og flestir þekkja þá hafa staðið í ströngu ásamt fjölskyldum sínum síðustu vikur við að undirbúa opnun nýs verkstæðis við Vesturbraut 8 í Búðardal.

Síðastliðinn fimmtudag 27.febrúar var opnunarhátíð hjá þeim félögum og var öllum í Dalabyggð og nærsveitum boðið að mæta. Fjölmargir lögðu leið sína til að skoða verkstæðið sem mun taka að sér bílaviðgerðir, stálsmíði og vélaviðgerðir svo eitthvað sé nefnt.

Verkstæðið ber nafnið B.A. Einarsson ehf en við kíktum í heimsókn með myndavélina en myndbandið má horfa á hér fyrir neðan.

Búðardalur.is óskar eigendum og starfsfólki B.A. Einarsson ehf innilega til hamingju með nýja fyrirtækið og óskar þeim velgengnis og gæfu í framtíðinni.

Þess má geta að þetta er ekki eina verkstæðið í Búðardal en verkstæðið og varahlutaverslunin KM-þjónustan ehf hefur verið starfrækt í Búðardal frá 1.mars árið 2000 og hélt því uppá 14 ára afmæli sitt nú á dögunum og óskum við þeim einnig innilega til hamingju með afmælisdaginn.