Hópferð á borgarafund í Vogi

0
1242

vogurhotel2Nokkur sæti eru laus í rútu sem fer frá bílastæðinu við Samkaup í Búðardal á morgun mánudaginn 24.mars klukkan 19:00, en borgarafundur hefst á Hótel Vogi á Fellsströnd klukkan 20:00 annað kvöld.

Þeir sem áhuga hafa á að panta far með rútunni er bent á að hringja í síma 899 1976.

Staðfest hefur verið að á fundinn mæta flestir þingmenn norðvesturkjördæmis ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni, Rarik og aðilum sem sjá um fjarskiptamál á svæðinu.

Eru íbúar Dalabyggðar og nærsveita hvattir til að mæta á fundinn og koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri.